Skýrsla um ástand í Laugarási frá júní 1976

Eftir skoðunarferð í Laugarás í júní 1976, tók Gunnar Torfason, verkfræðingur, saman skýrslu um ferðina. Hún er svohljóðandi, að því er varðar Laugarás:

Reykjavík, 16.06.1976.
GT/gs 7609

LAUGARÁSNEFND RKÍ

Skoðunarferð að Laugarási, Biskupstungum.

Þátttakendur:
Jónas B. Jónsson, form. Laugarásnefndar
Svanbjörn Frímannsson, Laugarásnefnd
Jóna Hansen, Laugarásnefnd
Ragnheiður Guðmundsdóttir, from. Reykjavíkurdeildar RKÍ
Gunnar Torfason

Er austur var komið hittum við Ingólf Jóhannsson, bónda á Iðu, en hann hefur haft umsjón með heimilinu og veitt margháttaða aðstoð við rekstur þess.
Húsakynnin voru skoðuð undir leiðsögn JH [Jónu Hansen] og IJ [Ingólfs Jóhannssonar].

Varðandi almenna lýsingu á húsunum, vísast í skýrslu LB [Leifur Blumenstein] og JGKJ [Jón K. G. Jónsson] frá 29.05.1970.

Gólf í eldhúsi, baðgangi og gangi starfsfólksálmu hafa verið endurnýjuð og sér lítið á þeim gólfborðum.

Gólf í böðum, þvottahúsi og búri eru steinsteypt, önnur gólf eru ónýt.
Vuðhaldsleysi og notkunarleysi hússins sl. 5 ár hafa orsakað mikið hraðari skemmdir á því en ella. Þvottahús er að verulegu leyti ónýtt, þ.e. veggi (hús 9), en gólf er í lagi. Tæki í eldhúsi ”í lagi”, stór RAFHA-eldavél í lagi, nema hitastillir í bakarofni, steikingarpanna, stór er með sprungu, bakarofn, uppþvottavél.

Raflagnir hafa verið endurnýjaðar og voru síðast þegar á reyndi, í lagi. Líklega þó ónýtar í 3 og 4 vegna gufuskemmda þar.

Endurgerð teikning sem fylgdi skýrslunni 1976 (unnið af pms)

Endurgerð teikning sem fylgdi skýrslunni 1976 (unnið af pms)

Hús 6 var var aðsetur starfsfólks og íverustaður, bara að degi til, en í húsi 5 voru 2 borðstofur, hvor með 60 sætum.
Dýnur, húsbúnaður ofl. er geymt að Silungapolli sem stendur.

Hitaveita er í lagi, 2 l/sek. af 85-90°c vatni. Teikningar eiga að vera til af upprunalegri vatns- og frárennsllislögn, en nafn hönnuðar vantar. Pípulagnamaður var Bjarni Pálsson (?) en meistari Dagbjartur Majasson.

Kalt vatn kemur úr Vörðufelli í sameiginlegri veitu fyrir allt Laugaráshverfið og var hún lögð við byggingu sláturhússins á Iðubökkum [Hvítárbökkum]. Við það var lögninni breytt og líklega lítið teiknað af þeim breytingum.

Upphaflega var dieselstöð og RKÍ átti sinn eigin hver og þar með sína eigin hitaveitu. Eftir að sameiginlega hitaveitan kom, þá pössuðu lagnir ekki eins vel fyrir hana og urðu mikil vandræði við að stilla rétt innrennsli, þannig að húsin hitnuðu jafnt. Þegar górðurhúsabýlin eru komin með sjálfvirka loka, þá taka þau meira til sín í kuldum og því vill verða misþrýstingur á RKÍ-heimilinu. Það er ekki sjálfvirkur loki á heimilinu, að sögn IJ.

SF taldi nauðsinlegt að kannað verði: 1) er ástæða til að flytja húsin af núverandi byggingarstað? 2) hvernig er unnt að byggja nýtt heimili í sambandi við eitthvað af þessum byggingum, þó þannig, að engin þeirra verði fyrir 3) planið verður að vera tilbúið, allt saman og fara yfir eða inn í gamlar byggingar eins og þær væru ekki til. Hinsvegar notum við þær ef unnt er, t.d. hugsanlega eldhúsið, baðið, búr nothæft eitthvað áfram.

RG varpaði fram þeirri spurningu, hvort kannað hefði verið náið með staðarval. Kemur annar staður e.t.v. til greina?

JH fullyrti að húsið stæði á bezta stað sem völ væri á. Hér væri skjól fyrir N-, V- og A-átt.

Frárennsli frá heimilinu rennur út í Iðu [Hvítá] um rotþró, sem nú er ónýt.
Í þvottahússálmu er stór þurrkari í þurrk- og frágangshluta, sem er í lagi. Bað er flísalagt að hluta með sturtumöguleika og þvottaaðstöðu fyrir börnin. Í þvottah´sui eru veggir fúnir og ónýtir. Tvær þvottavélar standa hér, en eru ónýtar, tveir þvottapottar eru í lagi, þvottavinda er í lagi, en hefur verið fjarlægt í geymslu á sama hátt og strauvélar.

Snyrtiherbergi í svefnálmu eru staðsett gegnt inngöngum af verönd og hefur það reynst vel, að sögn JH. Svefnskálarnir eru opnir, aðeins með skermveggjum og eru 4 börn í hverjum bási, í tveggja hæða kojum (járnrör). JH taldi það fyrirkomulag mikið betra hvað snerti til dæmis lestur kvöldsaga og söng.

Í fyrra sprakk hitarör og eyðilagði heitt vatn og gufa, gjörsamlega, hús nr. 3 og 4.

Austan við heimilin stendur allstórt geymsluhús, sem er gjörónýtt og að hruni komið. Þar rétt við er steinsteypt (?) hús sem notað var undir dieselstöð heimilisins.

Sunnan við húsin er slétt tún. Þar var m.a. fótboltavöllur og einnig hitaður matjurtagarður (kýlræstur).

Baldur Friðriksson á teiknistofu landbúnaðarins var búinn að kanna nokkuð með uppbyggingu og hafði hann uppi hugmyndir um að staðsetja starsmannahús austan við geymsluhúsið, uppi í brekkunni, en nýtt heimili þar sem gamla stendur. Einnig skyldi haft samband við Braga Guðmundsson, forstöðumann Landmælinga Íslands, varðandi kortagerð af svæðinu.

Skoðaður var frystir og kælir og taldi JH það allt í fullkomnu lagi og í sama herbergi, framan við kæligeymslur, er kartöflustía.

Kaldavatnslögn kemur úr Vörðufelli og er leidd yfir Iðu [Hvítá] og kemur niður holtið, norðan við húsin. Að sögn JH og IL er nægilegt kalt vatnm ekki fékkst uppgefið hve rsu mikið eða hve mikill þrýstingur væri á því. Talið er að kaldavatnsleiðsla frjósi hvern vetur.

Eftir að hafa gengið uð landareignina og skoðað hana ásamt þeim mannvirkjum sem á henni eru, var haldið heimleiðis.

Uppfært 12/2018