Myndefni

Byggðin í Laugarási varð að mestu til eftir að myndavélin kom til sögunnar og því eru til myndir frá flestum árum í sögunni, í það minnsta frá því héraðslæknirinn flutti á staðinn á fyrri hluta þriðja áratugs síðustu aldar.

Það er auðvelt að halda því fram, að eftir því sem nær dregur nútímanum fjölgar þeim myndum sem hafa verið teknar og þær verða fjölbreyttari.

Hér er gert aðgengilegt myndefni eftir því sem höndum hefur verið komið yfir og reynt að skrá með því texta eftir því sem þörf er á.

Hér verður bætt við myndum þegar fram líða stundir.

Kort af Laugarási með bæjanöfnum 2016 (Teikning Páll M Skúlason)

uppf. 12.2018