Líf fólksins í Laugarási

 Okkur finnst gott að vita til þess að við eigum rætur, einhvern jarðveg þar sem við spruttum úr grasi, fengum næringu sem hjálpaði okkur að takast síðan á við veröldina. Líklegast var einmitt þetta helsta ástæða þess að fram komu hugmyndir um að stefna fyrrverandi Laugarásbúum saman, ásamt þeim núverandi, til að rifja upp gamla tíma og kynnast þeim breytingum sem hafa orðið í Þorpinu í skóginum í tímans rás.