Hveratún

Sama fjölskylda hefur búið í Hveratúni frá vorinu 1946 þegar þangað fluttu þau Guðný Pálsdóttir og Skúli Magnússon. Þar ráku þau garðyrkjubýli saman þar til Guðný lést 1992, en eftir það Skúli. Magnús, sonur þeirra tók síðan smám saman við rekstri garðyrkjustöðvarinnar ásamt konu sinni Sigurlaugu Sigurmundsdóttur og rekur hana nú. Skúli lést 2014 í hárri elli.

Guðný og Skúli létu eftir sig talsvert af myndum frá Laugarási, en flestar þeirra tengjast fjölskyldunni, svo nokkuð vandasamt hefur reynst að velja myndir til að birta hér, en það var verk sem þurfti að vinna.

Þessar myndir eru ekki flokkaðar eftir ártölum, en fara má nærri um hvenær þær voru teknar út frá börnum sem á þeim birtast.