Jón Gunnar Hallgrímsson

Jón G. Hallgrímsson

Jón G. Hallgrímsson

Jón Gunnar Hallgrímsson (1924-2002) þjónaði styst lækna í læknishéraðinu, eða frá árinu 1956 til 1957. Hann var 32 ára þegar hann kom í Laugarás með fjölskyldu sína, eiginkonuna Þórdísi Þorvaldsdóttur (1928-2020) og tvö börn þeirra, Þorvald fjögurra ára og Guðrúnu, tveggja ára.

Jón hafði þá lokið kandídatsprófi frá HÍ 1954 og að því loknu starfað við sjúkrahús í Reykjavík og við ameríska sjúkrahúsið á Keflavíkurflugvelli. Hann kom í Laugarás til skammrar dvalar, áður en fjölskyldan flutti til Svíþjóðar, þar sem Jón stundaði sérnám í skurðlækningum til ársins 1962, en þá fékk hann sérfræðileyfi í almennum skurðlækningum hér á landi og síðar í brjóstholsskurðlækningum. Hann fékk einnig samsvarandi leyfi í Svíþjóð.

Eftir þetta starfaði hann aðallega hér á landi, en einnig í Svíþjóð um tíma.

Árið 1978 var Jón dr. med. frá HÍ.

Uppfært 01/2022