Myndir frá afkomendum Ólafs Einarsson héraðslæknis og Sigurlaugar Einarsdóttur.

Frá árinu 1932 til 1947 gegndi Ólafur Einarsson embætti héraðslæknis í Grímsneslæknishérði, sem síða varð Laugaráslæknishérað. Þegar Ólafur og Sigurlaug Einarsdóttir, kona hans, hurfu á braut fengu þau land í Laugarási og byggðu sumarhús, enda hafði fjölskyldan tekið ástfóstri við staðinn eftir 15 ára dvöl hér. Hingað komu þau með þrjá unga syni, þá Einar (f.1928), Jósef Friðrik (f.1929) og Grétar (f.1930 - d.2004). Meðan á dvöl þeirra hér stóð fæddust þrjú börn til viðbótar, þau Sigríður (f.1935), Hilmar (f.1936-d.1986) og Sigurður (f.1942).

Afkomendur Ólafs og Sigurlaugar létu mér í té nokkrar gamlar myndir, bæði frá þeim tíma sem Ólafur var hér læknir og einnig frá síðari árum. Sérstaklega vil ég þakka Ólafi E. Jóhannssyni, syni Sigríðar Ólafsdóttur, fyrir aðstoðina við að safna myndunum saman og setja við þær texta.

Með því að smella á myndirnar og færa síðan bendilinn yfir þær, má lesa texta sem fylgir hverri mynd.