Þessi loftmynd var líklegast tekin sumarið 1993, síðara sumarið sem leikvöllurinn var lokaður vegna framkvæmda. Tvennskonar rök eru fyrir þessu ártali: a. Leiktækin standa fyrir utan völlinn og b. upphækkunin sem er í horni vallarins fremst á myndinni, er komin, en hún var einmitt útbúin samhliða drenlögn og frágangi vallarins. Myndina tók Guðbjörg Runólfsdóttir á Flúðum.