HVERABREKKA 1 / Gamla læknishúsið 1923 og 1938

Fyrsta læknishúsið 1932-33 (óþekktur ljósmyndari)

Gamla læknishúsið - kallast nú Hverabrekka 1 í fasteignaskrá.
Þegar aðsetur læknis var flutt frá Skálholti 1923 var byggt hús á svipuðum eða sama stað og núverandi hús stendur. Það var timburhús á steinsteyptum kjallara. Það hús hafði verið byggt við Geysi í tilefni konungskomunnar 1907.

Konungshúsið stóð lengi og kom ferðamönnum í góðar þarfir og fólkið að Laug stóð fyrir veitingum í Konungshúsinu. Erfitt var þó að taka á móti ferðamönnum áður en sími og vegur komu að Geysi. Árið 1922 var jörðin Laugarás keypt og gerð að læknasetri í þáverandi Grímsneslæknishéraði. Ríkið heimilaði þá læknishéraðinu að kaupa Konungshúsið og var það rifið veturinn 1923 og flutt frá Geysi að Laugarási.  (hotelgeysir.is)

Gamla læknishúsið 1985 (mynd: PMS)

 

Núverandi hús var síðan byggt 1938. Þar bjuggu læknarnir í 28 ár.

Frá því Helgi Indriðason og Guðný Guðmundsdóttir (Laugarás I) fluttu úr kjallaranum í nýbyggt  hús, voru læknarnir með læknastofu þar.  Íbúð læknis og læknastofa var flutt í nýja heilsugæslustöð í Launrétt 2, 1966.

  

 Læknarnir í Laugarási sem bjuggu “uppi á hæð”

Óskar Einarsson

Óskar Einarsson

1923 - 1925

Óskar Einarsson (f. 13.05.1893, d. 20.03.1967) og Guðrún Snæbjörnsdóttir. Óskar staldraði stutt við þar sem hann þoldi ekki ferðalög á hestbaki í „því stóra héraði“, eins og segir í minningargrein um hann.
 

 

 

Sigurmundur Sigurðsson

Sigurmundur Sigurðsson

1925 -1932

Sigurmundur Sigurðsson (f. 1877, d. 14.11.1962) og Anna K. Eggertsdóttir (f. 24.11. 1894, d. 20.08. 1932). Anna var bróðurdóttir Matthíasar Jochumssonar og var fyrsti formaður Kvenfélags Biskupstungna. Hún lést eftir að hún féll fyrir borð af skipi þegar þau hjón voru að flytja til Flateyjar þar sem Sigurmundi hafði verið veitt læknisembætti. Sigurmundur og Anna eignuðust 7 börn og meðal þeirra var Sigurður (f. 29.07.1915, d. 05.03.1999) bóndi og fræðimaður í Hvítárholti. Önnur börn þeirra voru: Ágúst (sonur Sigurmundar) (f. 28.08.1904, d. 28.06.1965) Gunnar (sonur Sigurmundar) (f. 23.11.1908, d. 18.06.1991),  Ástríður (f. 27.11.1913, d. 01.11.2003), Kristjana (f. 29.11.1917, d. 17.05.1989). Eggert Benedikt (f. 27.01.1920, d. 05.03.2004), Þórarinn Jón (f. 19.05.1921, d. 15.05.2008) og Guðrún Jósefína (f. 22.03. 1929).  

Ólafur H. Einarsson

Ólafur H. Einarsson

1932 - 1947

Ólafur Hermann Einarsson (f. 09.12.1895, d. 08.06.1992) og Sigurlaug Einarsdóttir (f. 09.07.1901, d. 23.06.1985). 

Ólafur á þriðja lengsta starfstíma lækna í Laugarási á eftir þeim Pétri Skarphéðinsyni og Gylfa Haraldssyni, eða um 15 ár og var sá síðasti sem stundaði búskap meðfram læknisstörfum.

Það er því hreint ekki óeðlilegt að fjölskyldan hafi fest rætur í Laugarási. Vegna vaxandi slitgitar og stærðar héraðsins fluttu Ólafur og Sigurlaug loks til Hafnarfjarðar og þar starfaði hann síðan. Þau höfðu áður byggt sér sumarhús í Laugarási og tekið á leigu land sem liggur norðan Skúlagötu, frá Skálholtsvegi og upp í Laugarásinn að austanverðu. Þau hjón voru tíðir gestir í Laugarási svo lengi sem þeim entist heilsa og afkomendur þeirra hafa viðhaldið sumarhúsinu og bætt við sínum eigin.

Útihús læknisins um 1950. Læknishúsið er á bakvið tréð. Myndin er tekin frá Hveratúni.

Börn Sigurlaugar og Ólafs: Einar, (f. 13.1. 1928), Jósef Friðrik, (f. 24.8. 1929), Grétar (f. 3. 10. 1930, d. 14.06.2004), Sigríður, (f. 14.6. 1935), Hilmar, (f. 18.5. 1936, d. 28.12. 1986), og Sigurður, (f. 7.5. 1942).

Knútur Kristinsson

Knútur Kristinsson

1947 - 1955

Knútur Kristinsson (f. 10.09.1894, d. 16.02,1972) og Hulda Friðrika Þórhallsdóttir (f. 29.06.1912, d. 17.07.1981). Knútur lét af embætti vegna veikinda. Þeim Huldu varð ekki barna auðið, en systurdóttir Huldu, Hulda Knútsdóttir, var kjördóttir þeirra.

Helgi Indriðason og Guðný Guðmundsdóttir fluttu í Laugarás 1946 og tóku við Laugarásbúinu. Fyrstu ár sín hér bjuggu þau í kjallaranum í læknishúsinu, eða þar til þau höfðu byggt íbúðarhús 1949.
 

Jón G. Hallgríms-son

Jón G. Hallgríms-son

1956 - 1957

Jón G. Hallgrímsson (f. 15.01.1924, d. 09.01.2002) og Þórdís Þorvaldsdóttir (f.01.01.1928).  Eftir veruna í Laugarás stundaði Jón sérnám í skurðlækningum og starfaði síðan sem slíkur á ýmsum vettvangi. Þórdís og Jón eignuðust 2 börn, en þau eru: Þorvaldur (f. 14.11.1951), býr í Reykjavík (Bæjarholt 1) og Guðrún (f. 05.10.1953) býr í Kópavogi.

 

 

Grímur Jónsson

Grímur Jónsson

1957 - 1966

Grímur Jónsson (f. 28.09.1920, d. 23.03. 2004) og Gerda Marta Jónsson (fædd Hansen) (f. 29.05.1924, d. 13.11.2013).

Grímur og Gerda fluttu í nýbyggt hús fyrir lækni og heilsugæslu í Launrétt II 1966 og hurfu síðan á braut 1967. Þá gerðist Grímur héraðslæknir í Hafnarfirði. Gerða og Grímur eignuðust 6 börn, en þau eru: Grímur Jón (f. 23.11.1949), býr í Hafnarfirði,  Lárus (f. 03.03.1951), býr í Garðabæ,  Þórarinn (f. 20.09.1952) býr í Hafnarfirði, Jónína Ragnheiður (f. 02.09.1956), býr á Hellu, Bergljót (f. 20.06.1959), býr í Sandgerði og Egill (f. 25.01.1962), býr í Garðabæ. 

 

Hvar er gamla læknishúsið?

Frá því bústaður lækna var fluttur úr húsinu var það leigt ýmsum aðilum, sérstaklega fólki sem þurfti á húsnæði að halda meðan það var að byggja yfir sig. Þannig hafði tilvera þessa húss talsverð áhrif á fólksfjölgun í Laugarási, sérstaklega á 7. og 8. áratugnum. Húsið hýsti á þessum tíma einnig hjúkrunarfræðinga sem störfuðu við heilsugæsluna, afleysingalækna og aðra sem störfuðu í skemmri tíma að heilbrigðismálum á svæðinu. Það var loks selt árið 2004.


1966 - 1975

Sævar Magnússon og Karitas Óskarsdóttir sem stofnuðu garðyrkjubýli í Heiðmörk  og Hilmar Magnússon og Guðbjörg Kristjánsdóttir sem stofnuðu garðyrkjubýlið Ekru.
Sverrir Ragnarsson og Karitas S Melstað sem stofnuðu garðyrkjubýlið Ösp bjuggu í húsinu í hálft ár 1975 eftir að þau þurftu að flytja úr Helgahúsi.
 

1976 -1982

Jörundur Ákason (f. 16.03.1946 d. 09.08.2016) og Dagmar G Jónsdóttir (f. 25.12. 1950).  Jörundur kenndi við Lýðháskólann í Skálholti en Dagmar var hjúkrunarfræðingur á heilsugæslustöðinni.

Eftir að Jörundur og Dagmar fluttu burt bjó Guðrún Bjarnadóttir frá Reykjum á Skeiðum í húsinu um nokkurra mánaða skeið.
 

1982 - 2004

Matthildur Róbertsdóttir og Jens Pétur Jóhannsson. Matthildur er hjúkrunarfræðingur og réðist þarna til starfa við heilsugæsluna, en Jens er rafvirkjameistari og hefur starfað sem slíkur á svæðinu síðan. Stærstan hluta þess tíma sem þau bjuggu í húsinu höfðu þau það allt til umráða, en þegar á leið var útbúin íbúð á neðri hæðinni fyrir afleysingalækna og aðra sem störfuðu við heilsugæsluna.

Þau fluttu síðan í nýbyggt hús sitt, sem nú kallast Laugarás 1 og stendur við hlið Gamla læknishússins á svipuðum stað og útihús læknisins stóðu áður fyrr.
 

Gamla læknishúsið 2014 (mynd: PMS)

2004 -

Jóhann Þór Sigurðsson (f. 16.02.1958) og Júlíana Gunnarsdóttir (f. 22.03.1956). Frá því Matthildur og Jens fluttu úr húsinu hefur það gegnt hlutverki frístundahúss en annar núverandi eigenda hefur lögheimili þar.

uppfært 07/2019