HEIÐMÖRK 1966

Fjölskyldan í Heiðmörk. Aftar f.v. Ómar, Karítas, Sævar og Reynir. Framar Þór og Jóna Dísa. Mynd frá Kaju.

Sævar Magnússon (f. 18.06.1936) og Karítas Óskarsdóttir (Kaja) (f. 25.12.1939, d. 14.04.2018) kynntust þegar Sævar hóf nám í Garðyrkjuskólanum á Reykjum en þar starfaði Karítas þá í gróðurhúsunum.  Þau  rugluðu saman reytum og þar kom að þau fluttu með börn sín í Laugarás vorið 1967, en áður hafði Sævar unnið að undirbúningi flutningsins og hafið framkvæmdir á landi sem þau fengu vestan Skógargötu (Dunkabrautar) á milli Lauftúns og Ásholts. Fjölskyldan tók efri hæð gamla læknishússins á leigu og bjó þar, þar til byggingu íbúðarhúss var lokið, en í það flutti hópurinn 1975.

Karítas og Sævar höfðu eignast 4 börn sín áður en þau fluttu í Laugarás, það yngsta fæddist nánast á leiðinni. Þau eignuðust þessi börn: Ómar Eyjólfur (f. 17.02.1958), en hann tók við Heiðmörk 1994. Reynir (f. 16.03.1959, d. 13.08.2016), Þór (f. 13.12.1962, d. 10.10.1993) og Jóna Dísa (Sigurjóna Valdís) (f. 20.03.1967, sem býr í í Reykjavík.

Í júni 1994 þótti þeim Sævari og Kaju þetta orðið gott dagsverk hjá sér og fluttu á Selfoss.

Ómar og Sigurlaug (mynd af Fb)

Við býlinu tóku Ómar, sonur þeirra og kona hans Sigurlaug Angantýsdóttir (f. 14.05.1958).

Sigurlaug og Ómar eignuðust tvær dætur, en þær eru: Bára Sif (f. 02.10.1991) og Anna Karítas (f. 12.04.1993).

Ómar og Sigurlaug keyptu Birkiflöt í desember 2002 og ráku þá garðyrkjustöð ásamt Heiðmörk til 2015, en þá seldu þau hana. Þau eru nú flutt í nýtt hús sitt í Bæjarholti 3.


Land: 1,0 ha
Íbúðarhús 1975 138,6 fm.
Gróðurhús um 2500 fm.

Uppfært 11/2018