ÖSP 1970

Sverrir og Karítas (Mynd Þorsteinn Páll Sverrisson)

Sverrir Ragnarsson (f. 26.03.1935 d. 01.06.2022) og Karitas  (Katí) Sigurbjörg Melstað (f. 07.08.1935) stofnuðu þetta býli, en þau bjuggu í Helgahúsi (Laugarási) frá 1970 til 1976. Þá fluttu þau um nokkurra mánaða skeið í kjallarann í gamla læknishúsinu. Eftir það bjuggu þau á Birkiflöt tvö og hálft ár, frá 1975/6-78, þar til þau fluttu í nýbyggt hús á Ösp. Fyrstu árin ræktuðu þau tómata og gúrkur, en síðan eingöngu rósir.

Þau ráku Ösp til 2005, en undir lok þess árs fluttu þau í Hafnarfjörð. Sonur þeirra, Ragnar, tók þá við býlinu og hefur reksturinn verið í hans höndum síðan. Íbúðarhúsið hefur gegnt hlutverki húsnæðis fyrir starfsfólk frá 2005.

Sverrir og Karítas eignuðust sex börn: Eggert Stefán (f. 19.07.1966, d. 29.08.2014), Guðrún (22.02.1959) býr í Skagafirði, Katrín (f. 22.02.1959, d. 26.05.1963), Ragnar (f. 21.11.1961) býr í Tröðum 2 í Laugarási, Einar Steingrímur (f. 28.09.1964), býr í Kópavogi og Þorsteinn Páll (19.02.1969), býr í Kópavogi. 
 

Land: 1.0 ha
Íbúðarhús 1975: 159 fm
Gróðurhús um 3500 fm

Uppfært 07/2022