LAUNRÉTT 3 1971

 

Guðmundur og Jósefína (myndir af vef og Fb)

Þetta hús var byggt 1971 sem læknisbústaður, enda þörf fyrir annan lækni í héraðinu orðin brýn. Til starfsins var ráðinn árið eftir, Guðmundur Bergsteinn Jóhannsson (f. 04.02.1942, d. 29.05.2005). Kona hans var  Jósefína Friðriksdóttir Hansen (f. 05.05.1942), kennari. Þau bjuggu í húsinu til 1975, en þá héldu þau til Svíþjóðar þar sem Guðmundur fór í framhaldsnám.
Frá 1975 til 1977 gengdi Kristján Steinsson (f. 17.02.1947) embættinu, en kona hans er Sesselja Snævarr (f. 14.11.1947).

Að loknu framhaldsnámi Guðmundar, komu þau Jósefína aftur í Laugarás og voru hér til 1983, en þá fluttu þau á Selfoss.

Guðmundur og Jósefína eignuðust 2 börn: Sigurð Hrafn (f. 13.04.1963, d. 23.03.2002) og Helgu Salbjörgu (f. 28.07.1967), en hún býr í Kópavogi.

Pétur og Sigríður (myndir af Fb)

Frá 1983 – 2013 bjuggu þau Pétur Zóphónías Skarphéðinsson (26.03.1946), læknir  og Sigríður (Sísa) Guttormsdóttir (f. 19.11.1947), kennari, í húsinu.
2013 fluttu þau Pétur og Sísa í hús sem þau byggðu í Langholti 3 í Laugarási.  
Pétur lét af störfum í árslok 2016 og þá fluttu þau hjón í Kópavog. Börn þeirra eru tvö: Skarphéðinn (f. 01.06.1974), sem býr í Kópavogi og Inga Dóra (f. 08.01.1980), sem býr í Reykjavík.

Frá 2013 hefur ekki verið föst búseta í Launrétt 3.

 

Land: 3000m²
Íbúðarhús 1971: 244m²

Uppfært 11/2018