EKRA 1965

Hilmar og Guðbjörg (mynd PMS)

Land Ekru er austan Skálholtsvegar á móti Kvistholti, milli Asparlundar og Lauftúns. Meðan Hilmar Magnússon (f. 28.09.1942, d. 18.09.1988) og Guðbjörg Kristjánsdóttir (f. 15.08.1940) voru að byggja yfir sig á Ekru, bjuggu þau í kjallara gamla læknishússins. Í húsið fluttu þau síðan eftir 10 ár uppi á brekkunni, árið 1975. 

Guðbjörg og Hilmar bjuggu á Ekru til 1985, en fluttu þá til Reykjavíkur. Þar stofnuðu þau garðyrkjustöðina Valsgarð og síðar Grænu höndina með dóttur sinni og tengdasyni.

Guðbjörg starfaði lengst af eftir það hjá Garðheimum.

Þau hjón eignuðust 3 börn, sem heita: Kristján Karl (f. 05.06.1960), býr í Hveragerði, Jóhanna Margrét (f.12.05.1961) býr í Kópavogi og Hera Hrönn (f.19.02.1963), sem býr á Flúðum.

 
Þórarinn Helgason (mynd af Fb)

Þórarinn Helgason (mynd af Fb)

Þórarinn Ögmundur Helgason (f.17.04.1943) keypti Ekru af Hilmari og Guðbjörgu og bjó þar til 1998, utan ársins 1990 þegar Hilmar Önfjörð Magnússon (30.09.1948, d. 04.12.2001) leigði stöðina af honum. Þórarinn býr nú í Reykjavík. 

 
Herdís Hermannsdóttir (mynd af vef)

Herdís Hermannsdóttir (mynd af vef)

Herdís Hermannsdóttir (f. 12.10.1950) tók við af Þórarni og átti Ekru til 2001, hún býr nú í Borgarfirði.  Sonur hennar sem var með henni hér, er Jökull Erlingsson (f.10.06.1984) en hann býr í Borgarbyggð. 

 
Marteinn og Íris (mynd af Fb)

Marteinn og Íris (mynd af Fb)

Af Herdísi keyptu Marteinn Páll Friðriksson (f.12.07.1955) og Hansína Íris Blandon (f. 03.07.1950), en þau hafa búið á Ekru síðan, en hafa ekki stundað garðyrkju.

Land: 1.0 ha
Íbúðarhús 1979: 113,6 fm.
Engin gróðurhús eru lengur í notkun á Ekru en voru um 900 fm.

 

Ekra 2014 (mynd PMS)

Uppfært 11/2018