Hús og íbúar 1961 til 1970

Áratugurinn sem hér um ræðir markar hröðustu uppbygginguna í Laugarási og meginástæðuna má rekja til þess að hér var hægt að fá nóg land og hita. Auk þess var auðvitað búið að opna Hvítárbrúna.

Mér finnst við hæfi að taka þátt í hátíðahöldum vegna loka fyrri heimstyrjaldar, með því að opna fyrir aðgang að umfjöllun um húsin og íbúana í Laugarási frá 1961 til 1970.

Á þessum degi var faðir minn 43 daga gamall og bjó sig undir veturinn á Rangárlóni í Jökuldalsheiði ásamt fjölskyldu sinni, allsendis óvitandi um það, að loksins hafði stórgölluðu mannfólkinu tekist að hætta að drepa hvert annað í stríði, allavega í bili.

Umfjöllunin um húsin og íbúana í Laugarási felur í sér texta og myndir.

Mig langar að biðja þau ykkar sem líklega vitið betur en ég um ýmislegt sem þarna er til umfjöllunar, að láta mig vita ef í einhverju er rangt með farið, því ég við hafa þetta rétt, allt saman.

Myndir hef ég orðið mér úti um með ýmsum hætti, mjög oft af Facebook. Séu einhverjir óánægðir með myndavalið, látið mig þá vita og sendið mér myndir sem ég mætti birta.

Netfangið meitt er pallskugmail.com, en að má einnig senda mér skilaboð á Fb (Messenger) - nú eða bara hringja í s. 8989152.