Þrjár hátíðir

Okkur finnst gott að vita til þess að við eigum rætur, einhvern jarðveg þar sem við spruttum úr grasi og fengum næringu sem hjálpaði okkur að takast síðan á við veröldina. Líklegast var einmitt þetta helsta ástæða þess að fram komu hugmyndir um að stefna fyrrverandi Laugarásbúum saman, ásamt þeim núverandi, til að rifja upp gamla tíma og kynnast þeim breytingum sem hafa orðið í Þorpinu í skóginum í tímans rás.
Hér er stuttlega gerð grein fyrir, í texta, hátíðunum þrem sem blásið var til árin 2009, 2010 og 2015. Myndir fá að segja þessa sögu að mestu leyti.

2009

Í ágúst árið 2009 komu gamlir og nýir Laugarásbúar saman, gengu saman um þorpið og rifjuðu upp gamla tíma undir leiðsögn Bjarna Harðarsonar. Ekki er of mikið fullyrt með því að halda því fram, að þær Jóna Dísa Sævarsdóttir og Eva Hrund Pétursdóttir, hafi haft veg og vanda að því að boða til Laugarásgleðinnar.

Meðfylgjandi er myndskeið sem Páll M. Skúlason og Brynjar Steinn Pálsson tóku upp þegar farið var að kvölda og fólkið gerðist kátara og yfirlýsingaglaðara. Á þessu myndskeiði er nokkuð fjallað um Facebook og viðhorf til þess fyrirbæris. Síðan þetta myndskeið var tekið upp hefur mikið vatn runnið til sjávar.

Hér eru myndir frá Laugarásgleðinni 2009, en höfundur þeirra er Páll M. Skúlason.

2010

Í ágúst 2010 var svo aftur blásið til hátíðar í Laugarási og aftur höfðu þær frumkæðið þær Jóna Dísa Sævarsdóttir og Eva Hrund Pétursdóttir. Þessu sinni leiddu göngu um sögustaði í hverfinu postularnir Páll M. Skúlason og Pétur Hjaltason.

Slóð á myndir sem Atli Harðarson tók við þetta tækifæri.

Það var Brynjar Steinn Pálsson sem tók upp meðfylgjandi myndskeið og klippti til.

2015

Í ágúst 2015 var blásið til þriðju hátíðarinnar að frumkvæði þeirra sömu og fyrr. Þessu sinni var meðal annars gengið á Skyrkletta og um kvöldið komið saman við varðeld við Brennuhól.
Myndirnar sem teknar voru við þetta tilefni tók Páll M. Skúlason.

Uppfært 05/2019