KVISTHOLT 1983

Páll og Dröfn með börnum sínum 1996. Aftar f.v. Þorvaldur Skúli, Brynjar Steinn, Egill Árni. Fyrir framan Guðný Rut. (mynd pms)

Þetta býli var stofnað úr landi Hveratúns, en þegar Hveratún var stofnað á 5. áratugnum þurftu býli að hafa að minnsta kosti 3 hektara lands til að geta talist lögbýli þó svo 1 hektari dygði vel fyrir garðyrkjubýli.

Í byrjun 9. áratugarins fengu þau Páll Magnús Skúlason frá Hveratúni (f. 30.12.1953) og Dröfn Þorvaldsdóttir (f. 08.08.1956) 1 ha af landi því sem Hveratúni tilheyrði, í og fyrir neðan Kirkjuholt, vestan Skálholtsvegar, milli landa sem nú tilheyra Lyngási að sunnan en Kirkjuholti að norðanverðu.
Undir lok 9. áratugarins byggðu þau gróðurhús og stunduðu þar ræktun fram um aldamót meðfram öðrum störfum, en hafa síðan leigt gróðurhúsið.

Páll og Dröfn eignuðust 4 börn sem eru: Egill Árni (f. 12.02.1977), býr í Reykjavík, Þorvaldur Skúli (f. 28.02.1979) býr í Álaborg í Danmörku, Guðný Rut (f. 27.03.1984) býr í Reykjavík og Brynjar Steinn (f. 16.10.1989) býr í Kaupmannahöfn.

Land 10003 fm
Íbúðarhús 1983/4: 180 fm
Gróðurhús 1988: 400 fm

Uppfært 11/2018