LYNGÁS 1964

Fjölskyldan í Lyngási 1969 (mynd frá IB)

Hörður Vignir Sigurðsson (f. 22.09.1934 d. 29.07.2022) og Ingibjörg Bjarnadóttir (f. 30.09.1940) fluttu í Laugarás 1964 hófu framkvæmdir í landi sínu sem er milli Kvistholts og Laugargerðis, í og undir Kirkjuholti, vestan Skálholtsvegar. Meðan þau voru að ljúka nauðsynlegum byggingaframkvæmdum bjuggu þau í Gamla bænum í Hveratúni. Þau fluttu í hús sitt í Lyngási 1967, en Guðmundur Indriðason á Lindarbrekku sá um smíði þess. 

Hörður ræktaði alla tíð blóm í gróðurhúsunum í Lyngási og framleiddi í mörg ár „krysa“ til áframhaldandi ræktunar og einnig jólastjörnu. Árið 2002 seldu þau stöðina og fluttu í Hveragerði, þar sem þau búa nú.

Ingibjörg og Hörður eignuðust 3 börn, en þau heita: Atli Vilhelm (f. 06.01.1960) býr á Akranesi, Bjarni (f. 25.12.1961) býr á Selfossi og Kristín Þóra (f. 15.01.1965) býr í Reykjavík.

Dagný Erna og Jón Árni. (myndir af vef)

Dagný Erna og Jón Árni. (myndir af vef)

Jón Árni Ágústsson (f.14.05.1946) og Dagný Erna Lárusdóttir (f. 18.12.1946) keyptu Lyngás 2002. Þau  búa í Reykjavík. Ekki er lengur stunduð garðyrkja í Lyngási.

 

Land: 14290m²
Íbúðarhús 1968: 131m²
Skúr 1965: 90m² (er búið að endurbyggja til annarrar notkunar)
Gróðurhús 1974: 408m², 1983: 57m²

uppf. 08.2022