Byggðin og íbúar í Laugarási

Það hafa um það bil 600 manns búið í Laugarási frá því fyrstu garðyrkjubýlin risu um 1940. Þetta er kannski ekki margt fólk í samanburði við ýmsa aðra þéttbýlisstaði á landinu, en það sem ef til vill má segja að greini Laugarás frá mörgum öðrum þorpum er, að fólkið sem þar hefur sest að, hefur í ríkum mæli búið þar tiltölulega lengi.  

Í þeirri samantekt sem hér hefur verið gerð er leitast við að tilgreina alla þá einstaklinga sem búið hafi í hverju húsi og eins miklar upplýsingar um þá og komið hefur verið höndum yfir. Seint verður svona samantekt endanleg, en þar sem hér er um að ræða lifandi vef, gefst færi á að bæta við og breyta eftir því sem betri, ítarlegri eða réttari upplýsingar koma fram.

uppf. 09.2018