GERÐI 1986

Matthildur og Jens (mynd af Fb)

Jens Pétur Jóhannsson og Matthildur Róbertsdóttur stofnuðu Gerði 1986, en bjuggu í Gamla læknishúsinu þar til þau fluttu í hús sem þau byggðu í Laugarási 1.
Í Gerði byggðu þau aðstöðuhús og gróðurhús og stunduðu einhverja ræktun, en aðallega var hugsun þeirra að byggja upp aðstöðu vegna reksturs sem Jens hafði með höndum.

Ellisif Malmo Bjarnadóttir (f. 02.01.1969), sem áður bjó á Helgastöðum, keypti Gerði síðan árið 2005 og hefur búið þar síðan og stundað garðyrkju meðfram öðrum störfum. Sambýlismaður hennar er Gunnar Erling Guðmundsson (f. 28.03.1980).

Gunnar og Ellisif (mynd af Fb)

Gunnar og Ellisif (mynd af Fb)

Börn Ellisifjar og Lofts Magnússonar (f. 08.09.1969) eru: Guðni Eydór (f. 09.03.1991), Þórhildur Sif (f. 09.12.1994) og Karen Lilja (f. 26.08.1996).

 

Land: 6082 fm
Íbúðarhús 1989: 123 fm
Gróðurhús 1987: 268 fm

Uppfært 11/2018