Jarðhitinn er grundvöllur byggðar í Laugarási og fáum blandast sennilega hugur um það. Jarhitinn og hagnýting hans hlýtur því að vera einn stærsti þátturinn í umfjöllun um Þorpið í skóginum og mögulega einn sá vandmeðfarnasti, því allir höfðu skoðun á hitaveitunni. Hún var oft sannkallað hitamál.
Samantektin byggir á fundargerðum oddvitanefndar, stjórna hitaveitunnar, Hagsmunafélags Laugaráss og hreppsnefndar Biskupstungnahrepps.
Ég hef kosið að skipta umfjöllun um veituna í þrennt:
- Tímann fram að því að hitaveita var stofnuð formlega árið 1964. 
- Tímann frá stofnun veitunnar, þar til Biskupstungnahreppur tók við rekstri hennar um 1980. 
- Tímann frá þvi um 1980 og eins langt og gögn leyfa. 

