Söguskilti og fleira

Laugardaginn 24. ágúst, síðastliðinn, fögnuðum við því í aldeilis ágætu Laugarásveðri, að tvö söguskilti voru afhjúpuð við norðurenda Hvítárbrúar. Fjölmargir núverandi og fyrrverandi Laugarásbúar, ásamt nágrönnum nær og fjær, komu þarna saman af þessu tilefni.

Nú hef ég tekið saman efni um aðdragandann og athöfnina á sérstaka síðu á vefnum, sem finna má með því að smella hér, en þessi síða fellur í flokkinn Mannlíf.

Það er nú ýmislegt annað sem ég hef unnið að og það helsta er þetta:

Hátíðirnar sem við höfum haldið í Laugarás frá aldamótum og þorrablót Skálholtssóknar gegnum tíðina. Þá fékk ég skemmtilegar myndir frá fjölskyldu Ólafs Einarssonar, sem var héraðslæknir hér frá 1932-1947.

Svona smá bætist við þetta, eftir því sem tími vinnst til.