ÁRÓS (Austurbyggð 15) 1981

Anna og Konráð (mynd af Fb)

Anna og Konráð (mynd af Fb)

1981 - 1983 Konráð Sigurðsson (f.13.06.1931, d.15.07.2003) og Anna Agnarsdóttir (f. 09.01.1949) fluttu úr læknisbústaðnum í Launrétt 2 í nýbyggt hús sitt í Austurbyggð.

Þau eignuðust 3 dætur: Hildur Rósa (26.06.1974) býr í Reykjavík, Anna (f. 24.03.1977, d.05.05.1979), Anna Guðrún (f. 13.02.1980) býr í Reykjavík.

Þetta hús og húsið í Austurbyggð 24 voru fyrstu húsin sem byggð voru í þessum nýja hluta Laugaráss.

Sigríður og Hjalti Geir (mynd af Fb)

Sigríður og Hjalti Geir (mynd af Fb)

1983 - Hjalti Geir Kristjánsson (f. 21.08.1926) og Sigríður Th. Erlendsdóttir (f. 16.03.1930) keyptu þetta hús þegar Anna og Konráð hurfu á braut. Þau og fjölskylda þeirra hafa nýtt húsið sem frístundahús síðan.

Land: 5000m²
Íbúðarhús 1980: 185m²

Uppfært 11/2018