VESTURBYGGÐ 5 1979

Georg og Brynja (myndir af Fb)

1980 - 2002 Georg Franzson (f. 02.01.1930) og Brynja Ólafía Ragnarsdóttir (f. 29.09.1934, d. 04.09.1999) byggðu íbúðarhúsið í Vesturbyggð 5 og og fluttu þangað 1980. Fyrst í stað stunduðu þau aðallega útirækt á landi sem er norðan lóðar sláturhússins, og hlaut nafnið Traðir. 1983 byggðu þau síðan 770 fm gróðurhús þar.

Georg og Brynja fluttu í Laugarás frá S.-Reykjum og voru á Birkiflöt frá 1978 þar til þau fluttu í Vesturbyggð.

Georg og Brynja með börnum sínum. Aftar f.v. Jón Þór Þórólfsson (sonur Brynju), Ragnheiður, Hjördís, Eiríkur. Fyrir framan vinstra megin Heiðrún og Íris hægra megin. (mynd af Fb)

Georg og Brynja með börnum sínum. Aftar f.v. Jón Þór Þórólfsson (sonur Brynju), Ragnheiður, Hjördís, Eiríkur. Fyrir framan vinstra megin Heiðrún og Íris hægra megin. (mynd af Fb)

Brynja lést 1999 og Georg flutti á Selfoss 2002.  Börn þeirra Georgs og Brynju eru: Jón Þór Þórólfsson (sonur Brynju) (f. 31.10.1951), hann bjó um tíma á Friðheimum en hefur lengst af búið í Danmörku, Hjördís María (f. 29.09.1954), býr á Selfossi, Ragnheiður Lilja (f. 29.01.1956), býr í Kópavogi, Eiríkur Már (f. 26.03.1958), býr í Hveragerði, Heiðrún Björk (f. 29.10.1960), býr í Hveragerði og Íris Brynja (f. 01.01.1963), býr í Auðsholti í Hrunamannahreppi.

Halldór Gunnarsson (mynd af vef)

Halldór Gunnarsson (mynd af vef)

Halldór Gunnarsson (f. 14.01.1941) keypti íbúðarhúsið af Georg, en hann hefur aldrei búið þar. Húsið hefur verið leigt ýmsum í mislangan tíma.

Land 1160 fm.
Íbúðarhús 1979: 136 fm

Uppfært 11/2018