SLAKKI 1985

Helgi og Björg (mynd frá Helga)

Helgi Sveinbjörnsson (f. 30.1.1949) og Hólmfríður Björg Ólafsdóttir (f. 5.7.1950) (sjá Launrétt 1) bjuggu á Iðu II þegar þau stofnuðu garðyrkjustöðina Slakka 1985. Þau keyptu síðan Launrétt 1 1990 og fluttu þangað. Í Slakka stunduðu þau garðyrkju, en 1993 settu þau upp húsdýragarð  meðfram garðyrkjunni og í framhaldi af því einnig veitingasölu.

Þegar Björg lést árið 2002, breytti Helgi fyrirtækinu alfarið í ferðaþjónustu.

Matthías og Gunnur (mynd af Fb)

Árið 2016 tóku börn og tengdasonur Helga og Bjargar við rekstrinum, en þau eru: Gunnur Ösp Jónsdóttir (f. 3.10.1980), Matthías Líndal Jónsson (f. 31.01.1980), en þau búa í Bæjarholti 13, Egill Óli Helgason (f. 3.4.1996) og Rannveig Góa Helgadóttir (f. 22.6.1998).

Land 6220 fm
Gróðurhús og síðar húsnæði til ferðaþjónustu um 1300 fm
Burstabær 1995: 62 fm

Uppfært 11/2018