SIGMARSHÚS  1960

Sigmarshús 2014 (mynd pms)

Sigmar Sigfússon (f. 31.12.1932, d.17.07.2001) og Sigríður Pétursdóttir (f. 17.04.1936) fengu inni í biskupshúsinu í Skálholti meðan þau voru að koma sér upp aðstöðu í Laugarási, en þar reistu þau sambyggt íbúðarhús og véla- og renniverkstæði, vestan Skálholtsvegar, fyrir neðan núverandi Vesturbyggð. Sigmar starfaði mest að smíðaverkefnum fyrir aðila í Reykjavík, t.d. ýmsar stofnanir og skóla, seinni árin vann hann talsvert fyrir Þjóðminjasafnið, en hann  tók einnig að sér viðgerðir fyrir nágrannana.

Sigmar Sigfússon og Sigríður Pétursdóttir

Hvar er Sigmarshús?


Um tíma dvöldu foreldrar Sigmars, Sigfús Jónsson (f. 15.06.1903, d. 20.05.1981). trésmiður og Henný J. K. Jónsson (fædd Ekanger) (f. 10. 10. 1906, d. 15. 10. 1969) í Laugarási. Sigfús hafði reyndar frumkvæði að því að úr varð að Sigmar og Sigríður flyttu í Laugarás. Hann tók á leigu, ásamt Henný, það land sem síðar varð Varmagerði og austast í því landi komu þau sér upp aðstöðu í gömlum sumarbústað. Henný starfaði við eldamennsku í Skálholti fyrir menn sem unnu við byggingu dýralæknisbústaðarins í Launrétt meðan þau Sigfús dvöldu hér, en Sigfús starfaði við þá byggingu, auk þess sem hann aðstoðaði Sigmar og Sigríði við að byggja Sigmarshús. Sigmar lést 2001, en Sigríður býr áfram í húsinu.

Þau hjón eignuðust 2 börn, en þau eru: Ólavía (11.05.1956), en hún býr á Skjöldólfsstöðum á Jökuldal og Pétur (f. 16.12.1979), sem býr nú í Laugarási I (Helgahúsi).

Land um 4500 fm
Íbúð og verkstæði um 180 fm.

uppf. 11/2018