Samningur um kalt vatn til Skálholtsstaðar.

Samningur um vatnsréttindi

Undirritaðir aðilar, vatnsveitufélag Laugaráss og Skálholtsstaður, gera með sér svofelldan samning:

1. Skálholtsstað skal heimilt að tengja 2-3“ vatnslögn inn á vatnsveitukerfi Laugaráshverfis móts við Ljósaland.
2. Vatnsveitufélag Laugaráss heimilar næturrennsli frá kl. 20 til kl. 08.
Skálholtsstaður láti setja segulloka og stjórnklukku framan við fyrstu greiningu í Skálholti. Ennfremur yfirfallsloka á safnþró Skálholtsstaðar.
3. Vatnsveitufélag Laugaráss sér um eftirlit með lokum og klukku, en viðhald á lokum og klukku, svo og vatnslögnum, skal kostað af Skálholtsstað.
4. Skálholtsstaður skal greiða vatnsgjald skv. gjaldskrá Vatnsveitufélags Laugaráss eins og hun er hverju sinni. Greiðslur Skálholtsstaðar fyrir vatnsnotkun skiptast þannig:
Skálholtsskóli 10 hlutir
Biskupshús 2 hlutir
Prestshús 1 hlutur
Kirkja 1 hlutur
Íb. hús Björns Erlendss. 1 hlutur
Fjós Björns Erlendss. 4 hlutir
Sumarbúðir 5 hlutir
5. Vilji menn fá vatn í bílskúra eða önnur áþekk hús þarf að sækja um það til stjórnar Vatnsveitufélags Laugaráss, sem ákveður greiðslur fyrir vatnsnotkun hverju sinni.
6. Vatnsveitufélagið tekur að sér innheimtu gjalda frá hverjum notanda fyrir sig.
7. Samningur þessi gildir í eitt ár í senn.
8. Vilji annar hvor aðilanna láta þinglýsa samningi þessum, er honum það heimilt á sinn kostnað.
9. Rísi mál út af samningi þessum má reka það fyrir aukadómþingi Árnessýslu og leitar dómari sátta.

Sveinbjörn Finnsson (1911-1993)

Sveinbjörn Finnsson (1911-1993)

Til staðfestu eru undirskriftir beggja aðila í votta viðurvist.
Laugarási 31. mars 1989
f.h. Vatnsveitufélags Laugaráss F.h. Skálholtsstaðar
Sævar Magnússon (sign) Sveinbjörn Finnsson (sign)

Vitundarvottar að undirskrift fjárráða útgefenda
Karítas Óskarsdóttir (sign)
Ágúst Eiríksson (sign)