Þorrablót Skálholtssóknar 2015 

Þorrablótsnefnd 2015: f.v. Hólmfríður, Bryndís, Magnús, Ingibjörg og Ingvi.

Þorrablótsnefnd 2015: f.v. Hólmfríður, Bryndís, Magnús, Ingibjörg og Ingvi.

Fyrsti fundur 19. október, í Holtagötu 15

Mætt: Hólmfríður, Bryndís, Magnús, Ingibjörg Einarsdóttir. Ingva vantaði.


Húsið pantað 23. jan., 2015

Hljómsveitn Karma leikur fyrir 270.000

Félagsvist ákveðin 2. nóvember.

Hólmfríður er formaður.

Nokkrir punktar komnir á blað


Félagsvist 2. nóv. í Oddsstofu

Spilað á 3 borðum.


Annar fundur 6. nóvember í Skálholtsbúðum

Hugarflur og 7 mættu. margar hugmyndir kviknuðu. Alls 43 atriði á lista.

Rætt um efnistök – hvað á sviði hvað á tjaldi.

Netföngum safnað.


Þriðji fundur 11. nóv. í Skálholtsskóla

14 mættu, góður liðsauki.

Lýður (Árnason læknir og kvikmyndagerðarmaður) bauðst til að skrifa handrit að kvikmynd um ferðaþjónustuna og efni henni tengt.

Magnús hefur þegar tekið upp og stt samamn stutt skot.

Frekar umræður um efnistök og útfærslur. Allt að gerjast.

Stefnt á Aratungu til að kanna aðstæður.


Fjórði fundur 18. nóv í Skálholtsbúðum

Lagt fram ítarlegt handrit frá Lýði að stuttmynd um túrismann í Bláskógabyggð.

Böðvar er að skrifa handrit að annarri mynd.

Þarf að skrifa stutta þætti ril að leika á sviði.


Fimmti fundur 25. nóv í Aratungu

14 manns mættu.

Benni búinn að skrifa drög að leikþætti. ýmislegt rætt.

Ákv upptökudagur á leikvellinum í Laugarási 29. nóv


29. nóv. Leikvöllurinn

Góður hópur mætti til upptöku, síðan var haldið í Skálholtskirkju og upptökum haldið áfram. MAgnús Lýður og Böðvar hittust til að skipulegga upptöku á mynd Lýðs.


Sjötti fundur 9. des í Skálholtsskóla.

15 manns mættu. Undirbúningur fyrir upptökudag sem verður 13. des. Búningar og leikmunir.


13. des Upptökudagur.

Hist í Skálholti og farið með rútu Bryndísr í Þrastalund þar sem upptökur hófust.

„Þetta varð langur dagur, 11 klst. Þátttakendur kaldir og lúnir í lok dags, en gleðin í fyrirrúmi“.


Sjöundi fundur 30. des. í Holtagötu.

Mætt: Magnús, Ingvi, Ingibjörg, Hólmfríður. Bryndís fjarv.

Ákv að senda dreifibréf í 2. viku jan.

Aðgöngumiðar heimagerðir.

Myndskeið um „Dæluskúrinn“ tekið upp laug. 3. jan.

Ræða við Margreti Bóasdóttur um forsöng.

Matthildur og Jens flytja minni.


Áttundi fundur 4. jan í Skálholtsskóla.

16 mættu.

Benedikt búinn að skrifa annan leikþátt: „Samstöðufundur“.

Skipað í hlutverk í „Kosningavöku“

Textar lesnir yfir og spáð í útfærslur.

Elinborg og Guðmundur komu með vísu sem verðru flutt á samstöðufundi.


Níundi fundur 8. jan. í Skálholtsbúðum.

15 mættu.

Endanlega skipað í hlutverk í báða leikþættina. leikæfingar hefjast.

Íris leikstjóri.

Guðrún ól. tók að sér ljós og tjöld.


Tíundi fundur 13. jan í Skálholtsbúðum

Leikæfingar.

Íris verður með stutar kynninga milli atriða.

Söngvar æfðir.

Endurtaka þurfti lokaatriði í mynd Lýðs.


14. jan. Hópur hittist í SKálholti til upptöku. Gekk vel.


15. jan í Skálholtsskóla.

Æfingar, textar bættir allt að taka á sig endanlega mynd.


19.-22. jan 2015 Æfingar

Texti Kristjáns Vals að lokalagi.

Lokkaæfing með áhorfendum í sal. Allt gekk vel.


Miðasala átti að vera í tvo daga, en það reyndist uppselt eftir fyrri daginn og miklar umræður urðu um það í sveitinni.

Á fimmtudeginum var raðað upp í salnum og þá gátum við fjölgað sætum í 300. Allir sem vildu fengu miða og endaði gestafjöldi í 296 manns.

Það var ákveðið að selja inn á ballið og þá bættust 8 við.


Þorrablótið 23. jan, 2015

Sett kl. 21 og dagskráin rann af stað. Allt gekk að óskum og góður rómur gerður að skemmtiatriðum. Dansleikurinn hófst á miðnætti.


11. fundur 2. mars að Holtagötu.

Magnús, Ingvi, Ingibjörg, Hólmfríður.

Farið yfir uppgjör. Rætt um ráðstöfun gróðans.. Ákveðið að leggja á bankareikning og bíða með ákvarðantöku.

Tilnefnt í næstu nefnd.

Ákveðið að boða til samveru með öllum sem komu að undirbúningi.


Samvera í Oddsstofu 19. mars.

Lokafundur. Fjallað um það sem á undan var gengið.


Næsta þorrablótsnefnd:

Sigrún Reynisdóttir, formaður

Böðvar Þór Unnarsson

Guðrún Ólafsdóttir

Jakob Hjaltason

Sólrún Ragnarsdóttir

til vara

Þórður Halldórsson

Jóna Þormóðsdóttir

Þórarinn Þorfinnsson

Benedikt Skúlason

Íris Blandon


Desember 2016 – VIÐBÆTIR

Hagnaði af Þorrablóti 2015 og 2011 var ráðstafað svo:

- talstöð til Björgunarsveitar Biskupstungna kr. 195.720

- Verndarsjóður Skálholtskirkju vegna viðgerðar á gluggum kr. 300.925

Upphæðin hafði ávaxtast á bankareikningi.

...Hólmfríður.


Sýnishorn úr dagskrá 2015


Þorrablótslagið

Lagboði: Ég er á leiðinni

Texti: Kristján Valur Ingólfsson


Þetta er Þorrablótslagið,

við þökkum og hverfum á braut,

komið nó, næturgrín

ný dagur bráðum skín.


Við höfum skoðað í skyndi

hve skemmtilegt var hérna og

firnis fjótt, nú er nótt

við nöguð bein og trog.


Því nú er Þorrablót,

og þvílík blíðuhót,

við munum sýna þeim sem þiggja þessa nótt.

Allt grafið er og gleymt

og gleðin endurheimt.

Er líður þessi stund

sem hverfur undrafljótt.


En trogin tæmast ekki

þó tuggið sé í kór

við örkum öll í dansinn

eins og kýr í miðjum flór.


Treystum böndin við trogin

og talsvert við innbyrðum af

matvælum, en mesta skikk

má hafa hér af drykk.


Allir erum vér vinir

vort Tungnarétta blóð

rautt og blátt, rennur hægt

runum ölllum burt er bægt.


Hér eru‘ á leiðinni

alltaf á leiðinni

þúsundir túrista og engin þörf er á

rukkun á gjaldsvæðum

eða bílastæðum

þegar þeir versla vel

ég voða mikið sel!


Kosningavaka

(lag: Þannig týnist tíminn)


Líkt og sveitarstjórnsem búið er að kjósa,

eins og vindbelgur sem geymir ótal orð,

þar heft huugarflur heilmikilla ljósa,

þar kaust þú þar kaus ég

þar býr kindin er pikið oss gaf.


Líkt og skrifstofan þar sem enginn lyftir hendi

eins og Valtýrinn sem birtist við og við.

Þar sem oddvitinn er bara‘ í hálfu starfi

þar komst þú, þar kom ég

þar býr kindin er pikið okkur gaf.


Þannig léttist lundin

Þannig léttist lundin

þannig léttist lundin

á þorrablóti við og við.


Líkt og gamall hver sem ekki fékk að gjóra,

eins og uppslattur sem vantar fleiri borð.

Þar er gamal fress sem búið er að gjóta.

Þar ert þú, þar kem ég

Þar býr kindin er spikið okkur gaf.


Líkt og gamall foss sem allir vilja njóta

eisn og gróðagjald sem hent er fyrir borð.

Eins og gróðurhús, sem selt er fyrir Skóda,

þar ert þú þar kem ég

þar býr kindin er spikið okkur gaf.


Þannig léttist lundin.....


Líkt og hryllingsmynd á Ljósalandi þínu,

eins og snillingur sem tekur til og til.

Eins og björtust von er býr í húsi fínu,

þar ert þú, þar kem ég,

þar býr kindin er spikið okkur gaf.


Eins og hundraðkall, sem enginn tímdi að borga,

inn á kirkjusafn, sem geymir gamalt drasl.

Þar er Skálholtskór, sálmana að orga,

þar ert þú, þar kem ég

þar er kindin sem spikið okkur gaf.


Er þetta‘ ekki æðislegt

Er þetta‘ ekki æðislegt

Er þetta‘ ekki æðislegt

á þorrablóti við og við.