Þorrablót Skálholtssóknar 2011 

Þorrablótsnefnd 2011: f.v. Signý, Jens Pétur, Loftur, Ellisif og Hildur María.

Þorrablótsnefnd 2011: f.v. Signý, Jens Pétur, Loftur, Ellisif og Hildur María.

Í þorrablótsnefnd 2011 sátu þessi:
Signý Guðmundsdóttir, Skálholti, formaður
Jens Pétur Jóhannsson Laugarási
Loftur Ingólfsson, Laugarási
Ellisif Bjarnadóttir Helgastöðum
Hildur María Hilmarsdóttir, Spóastöðum

Fyrsti fundur nefndarinnar var haldinn í Skálholti 20. sept, 2010 og þar var ákveðin dagsetningin 21. janúar, bóndadagur. Ákveðið að aldurstakmark yrði 18 ár og að mikilvægt væri að fylgja því strangt eftir.

Hljómsveitin Sagaklass, sem niðurstaða varð um (mynd af vef)

Hljómsveitin Sagaklass, sem niðurstaða varð um (mynd af vef)

Þarna var fjallað um mögulegar hljómsveitir til að leika fyrir dansi og þar voru þessar nefndar: Sagaklass, Hunang, Veðurguðirnir, Karma og Logar. Vitnað var til dansleiks Sagaklass fyrir 4 árum sem tókst einstaklega vel.

Félagsvist var ákveðin 31. október í Skálholtsbúðum.

Á öðrum fundi nefndarinnar kom fram, að húsið hefði verið bókað og átti það að kosta kr. 225.000, en mögulegt yrði að sækja um styrk á móti þeim kostnaði. Miðaverð ákveðið kr 3.000.

Samþykkt að gera tilboð í Veðurguðina 360.000, en ef það gengi ekki, skyldi rætt við Sagaklass.

Tillaga var gerð um Kristin Ólason og Hörpu Hallgrímsdóttur í Skálholti til að flytja minni kvenna og karla og stefnt að því að fá Jón Bjarnason til að spila ef þörf væri á í skemmtiatriðum.

Svo var félagsvist í Oddsstofu 31. október og 18 manns piluðu á þrem borðum. Þarna voru veitingar í boði nefndarinnar.

15. nóvember var síðan opinn fundur í Skálholtsskóla og þangað komu 12.

Tökum fyrir ýmis atriði úr líðandi ári sem vel vert er að hafa skop af. Þemað gæti verið „myndavélarnar“ og áhorfendur fylgjast með á „skjánum.

22. nóvember var annar eins fundur í Skálholtsbúðum og þangað komu 15 til að láta ljós sitt skína við þorrablótsskemmtun. Umræður fóru fram og punktar settir á blað um skemmtiatriði.

Enn var fundað 29. nóvember í Skálholtsskóla, þar sem farið var yfir atriðalistann og athugað með fleiri „aðdróttanir“. Þarna var rætt um mögulegan leikstjóra.

Allir skyldu fara heim að skrifa niður atriði og senda hugmyndir á línuna. Ákveðið var að að vera ekki með fleiri fundi í desember svo fólk geti einbeitt sér að jólaundirbúningi.

Nefndin hittist á síðasta fundi ársins þann 28. desember og fór yfir ýmis hagnýt mál, svo sem auglýsingar, dúka kerti og útvegun á íbúaskrá hjá Þjóðskrá.

Svava (mynd af vef)

Svava (mynd af vef)

Svo hófust æfingar og það tímabil stóð frá 4. – 20. janúar. Svava Theodórsdóttir tók að sér leikstjórn og raðaði atriðum.

Frásögn af því sem á eftir fór var skrifuð eftir minni af ritaranum Hildi Maríu Hilmarsdóttur

Síðustu vikuna fyrir blótið voru stífar æfingar á hverju kvöldi. Allt tókst vel til á endanum og úr varð góð skemmtiatriði.

Jóhann Pétur (?) samdi texta að lokalagi.
Næsta þorrablótsnefnd var ákveðin kvöldið fyrir blótið.
Fjöldinn á blótinu var um 260 og allir fengu miða sem vildu.

Dagskrá þorrablóts Skálholtssóknar 21. janúar, 2011

20.00 Húsið opnað - dregið um borð - fólki vísað til sætis.
21.00 Setning: Signý - söngur: Hvað er svo glatt…
Borðhald
21.40 Minni karla - Harpa Hallgrímsdóttir - Söngur: Táp og fjör….
Minni kvenna - Kristinn Ólason - Söngur: Fósturlandsins Freyja …
22.00 Borðhald og fjöldasöngur
22.15 Skemmtidagskrá
23.45 - 03.00 Dansleikur - Sagaklass„Signý náði nefndinni ekki saman eftir blótið og því var aldrei neitt almennilegat uppgjör. Restin af upplýsingum er að finna í möppum og bókum/blöðum sem fylgjast að frá nefnd til nefndar” Hildur María.

Reikningur þorrablóts 2011.
Það var seldur 261 miði á kr. 3.000, eða fyrir alls kr. 783.000. Stæstu útgjöldin voru hljómsveitin Sagaklass sem fékk kr. 360.100 fyrir sinn snúð. Ekki kemur fram hver húsaleiga var, en mögulegt að þarna hafi hún fegnist endurgreidd úr sveitarsjóði. Fyrir dyravörslu voru greiddar kr. 80.000.

Hagnaður af þessu þorrablóti varð kr. 202.612 og var honum ráðstaðfað þannig, að keypt var myndbandsupptökuvél, taska, þrífótur og skanni sem afhent var Reykholtsskóla að gjöf. Afgangurinn var geymdur áfram til næstu nefndar.


Sýnishorn úr dagskrá 2011

Ræningjasöngur
(lag úr Kardimommubænum)

Við læðumst hægt um Laugarás
og leyndar þræðum götur.
Á ljósalampa heldur einn
en hinir bera fötur.
Að ræna‘ er best um blakka nótt
í bænum sofa allir rótt.
Kýlum þá kalda því það er svo kúl,
þá Ómar og Ragga og Magga Skúl.

Í Reykholti við brjótumst inn
en bara lítið tökum.
Eina peru‘ á Espiflöt
og Kvistana við rökum.
Svo gægjumst við í Gufuhlíð
og yljum okkur litla hríð,
en gerum þar engum manni mein
hvorki Sveini né Helga né Steinari.

Í Bjarnabúð má finna flest
er freistar svangra gesta.
Þar flottar eru flíkurnar
og eitthvað fyrir hesta.
Í Landsbankann ég laumast má
og léttar krónur þar í ná.
Svo fer ég í Hreppinn og landann minn
á brúsann ég helli og tek hann inn.

Á filmu ei við festumst á
er Drífa fer að skoða
því hettupeysur Bjarna þá
oss bjarga frá þeim voða.
Skjárinn oftast auður er
Því „error“ tölvan kemur með.
Þau sjá ekki þegar við vorum hér
hvorki Helgi né Drífa né Dóri.

Uppfært 08/2019