Þorrablót Skálholtssóknar 1999 

Þorrablótsnefnd 1999: f.v. Guttormur, Loftur, Sveinn, Dröfn og Aðalheiður.

Þorrablótsnefnd 1999: f.v. Guttormur, Loftur, Sveinn, Dröfn og Aðalheiður.

Í þorrablótsnefndinni 1999 voru þessi:

Guttormur Bjarnason Skálholti, formaður
Loftur Ingólfsson Vesturbbyggð 1,
Sveinn Kristinsson Laugarási,
og Dröfn Þorvaldsdóttir, sem gegndi hlutverki ritara og
Aðalheiður Helgadóttir Varmagerði.

Fyrsti fundur nefndarinnar val haldinn 29. október, 1998. Þar var ákveðið að panta Aratungu fyrir þorrablótið þann 23. janúar, á bóndadegi. Þá var fjallað um leik fyrir dansi og ákveðið að fá hljómsveit til þess verks. Í framhaldinu var gegnið í það verk og reyndist ekki sérlega einfalt þar sem hljómsveitir voru flestar búnar að ráð sig á þessum degi. Loks varð niðurstað um að fá hljómsveitina Rússíbana til að leika fyrir dansi og það átti eftir að valda umræðum.

Aratunga pöntuð 23. janúar.

Hljómsveitin Rússíbanar (mynd af vef)

Ákveðið var að hafa hljósveit og voru allir nefndarmenn settir í að kanna það mál, þar sem erfitt reyndist á ná nefndinni saman var notast við símann. Það tókst loks að fá hljómsveitina Rússíbana.

Ég vil benda næstu nefnd á að það þarf að kanna snemma með hljómsveit því allar hljómsveitir sem við höfðum efni á að ráða voru búnar að bóka þessa helgi“.

Ákveðið að boða til fundar 29. des til að leggja línurnar.

Úr fundargerð. Ritari Dröfn Þorvaldsdóttir

Úr fundargerð. Ritari Dröfn Þorvaldsdóttir

Á þann fund í Skálholtsskóla voru þessi mætt: Benedikt Skúlason, Jakob Hjaltason, Guðrún Ólafsdóttir, Loftur Ingólfsson, Sveinn Kristinsson, Ásta Rut Sigurðardóttir, Bjarni Sveinsson, Toril Malmo, Dröfn Þorvaldsdóttir, Páll M Skúlason, Guttormur Bjarnason, Signý Guðmunddóttir, Þórður Halldórsson, Karólína Gunnarsdóttir, Elinborg Sigurðardóttir, Guðmundur Ingólfsson, Guðmundur Indriðason, Snæbjörn Magnússon.

Mikið var rætt hvað hefði gerst í sveitinni og ljóst töluvert efni væri til að vinna úr. Næsti fundur var síðan haldinn í Iðufelli 4. janúar, 1999. Þar komu: Sveinn Kristinsson, Ingvi Þorfinnsson, Hólmfríður Ingólfsdóttir, Eiríkur Georgsson, Páll M Skúlason, Dröfn Þorvaldsdóttir, Jens P Jóhannsson, Matthildur Róbertsdóttir, Jóhann B. Óskarsson (Jói Kobba), Magnús Skúlason, Sigurlaug Sigurmundsdóttir, Jakob Hjaltason, Gústaf Sæland, Benedikt Skúlason, Aðalheiður Helgadóttir, Skúli Sæland, Hilmar Örn Agnarsson, Hólmfríður Bjarnadóttir, Guttormur Bjarnason, Signý Guðmundsdóttir, Guðrún Ólafsdóttir, Loftur Ingólfsson, Sr Sigurður Sigurðarson, Arndís Jónsdóttir, Toril Malmo, Snæbjörn Magnússon.

Þarn voru sem sagt komnir 26 einstaklingar sem voru tilbúnir að leggja hönd á plóg, sem verður að telja með því sem best getur orðið.

Þarna var farið yfir þá punkta sem þegar voru komnir og hópnum skipt í fjóra minni hópa og fékk hver hópur sitt efni:
1. Slökkvilið og fjallferð.
2. Reykholt og Torfastaðasókn
3. Iðubrú og Skálholt
4. Hreppsnefnd og kosningar

Eftir að hóparnir höfðu spjallað saman, komu allir saman og báru saman bækur sínar og þá kom fram ákveðin grind. Síðan var ákveðið að tveir úr hverjum hópi mættu hja Guttormi 6. janúar og að hugmyndin yrði þá endanlega útfærð. Í framhaldi af því myndi allur hópurinn hópurinn koma saman þann 8. janúar.

Í framhaldinu fóru æfingar síðan af stað og gengu með ágætum.

Miðaverð var hækkað í 1800 þar sem húsleiga hafði hækkað, greiða þurfti dyravörðum og stefgjöld.

Miðasala var 19. og 21. jan og að heimamenn höfðu forkaupsrétt. Það þótti mikilvægt að hafa sama fólk báða dagana. Guðrún Hárlaugsdóttir, frá Hlíðartúni var fengin til að setja fólk saman á borð.

Seldir voru 280 miðar að frádregnum 32 boðsmiðum.

Á síðasta fundi nefndarinnar, þann 4. febrúar í Skálholti, var ákveðið að verja ágóðanum, sem varð um kr. 100.000, til slökkviliðsins upp í kaup á rafstöð, kr. 86.000 og hljóðfærakaupa fyrir Reykholtsskóla, fornámsdeild, kr. 29.900. Þá voru Snæbirni og Hlíf í Iðufell færðar kr. 6.000, þakklætisvott fyrir afnot af húsnæði.

Á þetta þorrablót voru seldir miðar fyrir kr. 442.800. Gjöld voru kr. 320.900 og þar með hagnaður 121.900.

Loks var boðað til spilakvölds í Iðufelli, þar sem nefndin sem sjá skyldi um þorrablótið 2003 var kynnt til sögunnar.Sýnishorn af efni 1999

Ekki hefur tekist að greina mikið af efni frá þessu þorrablóti, en talið að þetta hafi þá verið flutt:

Ég er bara eins og ég er

SLÖKKVILIÐ:
Ég loga allur af losta og funa
og losa þyrfti um náttúruna
en það er einn heljar hængur á
sem ég hyggst nú segja ykkur frá.

Ég sit oft undir því, yfirgefinn
að geta‘ ekki slökkt, já þar er efinn.
Já, allt er brunnið og Beddinn með
ég get ekki gert neitt í því.

ALLIR:
Ég get ekki gert neitt í því
að ég er bara eins og ég er.
Ég get ekki gert neitt í því.

BJÖRGUNARSVEIT:
Ég flokka dósir, en leita lítið
ykkur finnst það, jú, soldið skrítið
að ég svona vel búinn Múkkanum á
þori að segja því frá.

ALLIR:
Ég get ekki ....

HREPPSNEFNDIN:
Ef einhver ykkar mig kjósa vildi
ég rosa góður þá vera skyldi,
ég lofa að sameinast eða ei
því að mitt já þýðir nei.

ALLIR:
Ég get ekki.......

Elsku vinir nú verum saman
höfum það huggulegt og gaman
látum nú blótið taka völd
þetta verður skemmtilegt kvöld.