Þorrablót Skálholtssóknar 1975

Þorrablótsnefnd 1975: f.v. Hjalti, Ingibjörg, Margrét, Gústaf, Sigurbjörg.

Í nefndinni 1975 voru þessi:
Hjalti Jakobsson Laugargerði, formaður
Ingibjörg Bjarnadóttir, Lyngási
Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Birkiflöt
Margrét Guðmundsdóttir, Iðu og
Gústaf Sæland, Sólveigarstöðum

Dreifimiði vegna þorrablóts 1975:

Ákveðið hefur verið að halda þorrablót 8. frbrúar 1975. Vegna mikillar aðsóknar á þorrablót undanfarin ár, sér nefndin sér ekki annað fært en að takmarka aðgang við þann fjölda sem húsið tekur með góðu móti í sæti, en það eru 280 – 300 manns.
Öllum íbúum Biskupstungna, eldri en 16 ára (miðað við 1. jan. 1975), svo og burtfluttu Tungnafólki, þeirra mökum og börnum, eldri en 16 ára, er heimill aðgangur. Nefndin væntir þess, að allir sjái þörf þessarar takmörkunar og fari eftir þeim.
Miðar verða seldir fyrirfram í Aratungu og þarf að sækja þá þangað, þar sem ekki verða seldir miðar við innganginn.
Sölutími verður auglýstur síðar.

Skemmtum okkur svo vel á þorrablóti 1975.

Fyrir neðan eru myndir Elinborgar Sigurðardóttur. Talið er líklegast að myndirnar sé frá þessu þorrablóti, en mögulegt einnig að þær séu frá þorrablótinu 1971.

Það voru seldir 273 miðar á kr. 700 eða alls fyrir kr. 191.100.

Hljómsveitin kostaði kr. 54.000, húsaleiga var kr. 48.000 og kostnaður alls var kr. 130.673. Hagnaður af blótinu var kr. 77.241

Uppfært 09/2019