Þorrablót Skálholtssóknar 1971 

Þorrablótsnefnd 1971: f.v. Skúli, Jónína, Þorfinnur, Karítas M., Karítas Ó.

Ekki er fyrir að fara miklu efni um þetta þorrablót Skálholtssóknar.

Í nefndinni voru þessi:

Þorrabótsnefnd 1971 tilkynnir næstu nefnd og leggur henni lífsreglurnar (ritað af Skúla Magnússyni).

Skúli Magnússon Hveratúni,
Karitas Melstað Laugarási,
Þorfinnur Þórarinsson Spóastöðum,
Jónína Jónsdóttir Lindarbrekku og
Karítas Óskarsdóttir, Laugarási.

Á þorrablótið 1971 voru seldir 218 miðar á kr. 38.255 alls.

Stærstu kostnaðarliðirnir voru hljómsveit Gissurar Geirssonar kr. 13.000 og húsaleiga kr. 9000

Hagnaður var kr. 12.206

Þegar þessi nefnd skilaði af sér til nýrrar nefndar lét hún þennan texta fylgja:

Fráfarandi skemmtinefnd fékk eftirfarandi reglugerð, sem flutt var af Birni Erlendssyni í Skálholti, 9. janúar, 1971:

„Hverju sóknarbarni í Skálholtssókn ber að gera skyldu sína til þess að þorrablótið megi vel takast og vel fram ganga.

Leikarar, söngvarar, skáld, ræðumenn, potthlemmaspilarar og annarslags hljóðfæraleikarar, ásamt öðru listafólki, leggi fram orku sína og hæfni sem mest það má.

Stutt skal hvert atriði vera og vel skipulögð efnisniðurröðun, að öðrum kosti munu dansglaðir samkomugestir eigi gefa nægilegt hljóð í salunum.

Væntum við þess að hin nýja skemmtinefnd taki þessi heilræði til greina“.

Uppfært 08/2019