Þorrablót Skálholtssóknar 1963 (eða 2)

Einu heimildirnar um þetta þorrablót eru nokkrar myndir frá skemmtiatriðum sem þá var boðið upp á.

Þó einhverjum finnist hin svarthvíta veröld áður fyrr hljóti að hafa verið frekar litlaus, var það auðvitað ekki svo. Kannski var tilveran ennþá litríkari en hún er í dag.
Þessar myndir voru teknar í Aratungu, á þorrablóti Skálholtssóknar. Það er þó mögulegt, að þetta hafi verið þorrablót Skálholtssóknar 1962, en það byggi á þeirri færslu sem sjá má hér úr fundargerðabók kvenfélagsins, en þar er Skálholtssókn falið, á fundi síðla árs 1961 að sjá um næsta þorrablót. Varla hefur sóknin séð um blótið tvö ár í röð.

Ekki hafa enn fundist heimildir um þorrablót Skálholtssóknar, sem hlýtur að hafa verið haldið árið 1967.

Hvað um það, þarna var búið að æfa mikinn texta sem skyldi fluttur í saumaklúbbnum sem þarna er um að ræða (þarna var enn saumað og prjónað í saumaklúbbum), en myndir af honum má sjá hér neðst. Textinn mun aldrei hafa verið fluttur, eða heyrðist í það minnsta aldrei, þar sem atriðið var þannig sett upp að það kom alltaf ein klúbbkona inn á sviðið í einu. Við hverja innkomu sprakk salurinn auðvitað.
Þetta er einn frægasti og umtalaðasti saumaklúbbur í Biskupstungum.
Myndirnar eru komnar frá Fríði Pétursdóttur

Uppfært 08/2019