TEIGUR 1967

Gíslunn og Óttar ásamt börnum sínum, vinstra megin Björk, fyrir framan er Margrét Drífa og Kári stendur fyrir aftan. (Mynd frá Óttari og Gíslunni)

Óttar Guðmundsson (f. 19.12.1940) og Gíslunn Jóhannsdóttir (f. 19.11.1940) fluttu í Laugarás frá Hveragerði 1967, en í Hveragerði höfðu þau búið frá 1962. Þau fengu inni til að byrja með í sumarhúsi á Sigurðarstöðum, en fluttu nokkrum mánuðum síðar í gamla bæinn í Hveratúni og þar bjuggu þau þar til þau höfðu byggt yfir sig á Teigi sumarið 1969.

Þau fluttu svo frá Laugarási í júní 1970 til Lundar í Svíþjóð. Eftir heimkomu til Íslands 1988 fóru þau til Reyðarfjarðar. Þar starfaði Óttar sem byggingafulltrúi og síðar tók hann við starfi skipulagsfulltrúa Fjarðabyggðar 1998 og gegndi því starfi til 2011. Gíslunn starfaði sem læknaritari á Heilsugæslustöð Reyðarfjarðar frá 1989-1995 og frá 1995-2007 á Skólaskrifstofu Austurlands.

Ágúst, Þórhallur og Ingveldur (mynd frá Kaju)

Ágúst, Þórhallur og Ingveldur (mynd frá Kaju)

Óttar og Gíslunn búa í Hafnarfirði síðan í maí 2013. Þau eignuðust 3 börn, sem eru: Kári (f.14.01.1961) búsettur á Reyðarfirði, Björk (f. 21.01.1962) búsett í Kópavogi og Margrét Drífa (f.20.04.1969) fædd meðan á dvölinni í Laugarási stóð, býr í Málmey í Svíþjóð.

 

Ágúst Guðmar Eiríksson (f. 14.04.1937) („Gústi langi“) og Ingveldur Valdemarsdóttir (f.28.09.1933) keyptu Teig 1970 og bjuggu þar fram undir síðustu aldamót.

Ágúst og Ingveldur áttu einn kjörson, sem heitir Þórhallur Jón Jónsson (f. 23.04.1967), hann býr í Kópavogi.

Ingibjörg og Sebastian (myndir frá James)

Ingibjörg og Sebastian (myndir frá James)

 Þegar Ágúst og Ingveldur fluttu til Reykjavíkur  1997,  keyptu þau Ingibjörg G. Einarsdóttir (f. 11.01.1965) og Sebastian Peter Patrick Becker (f. 20.03.1966) Teig.   Ingibjörg býr þar nú með dóttur þeirra.

Ingibjörg og Sebastian eignuðust 2 börn, sem eru:  James Einar Becker (f. 06.01.1987), býr á Bifröst í Borgarfirði og  Dana Heiða Becker (f. 22.09.1998).

Land: 1.4 ha
Íbúðarhús 1968: 116 fm.
Gróðurhús: um 700 fm.

Uppfært 11/2018