LYNGBREKKA / Vesturbyggð 6 1979

Steingrímur og Margrét (mynd af Fb)

Steingrímur Vigfússon (f. 02.10.1948), trésmiður, og Margrét Ragnheiður Björnsdóttir (f. 17.02.1949) byggðu húsið í Lyngbrekku, sem stendur í þeim hluta Laugaráss sem kallast Vesturbyggð  og þar ber það númerið 6. Steingrímur starfaði  við trésmíðar  þann tíma sem þau bjuggu hér.

Þau eignuðust 3 börn, sem eru Davíð (f. 07.12.1967), býr í Reykjavík,  Halldór (f. 18.05.1973), býr í Reykjavík og Margrét (f. 17.06.1983), býr í Mosfellsbæ.

Þau hurfu úr Laugarási 1984 og búa nú Mosfellsbæ.  

Benedikt og Ólöf (myndir af vef)

Benedikt og Ólöf (myndir af vef)


Benedikt Sveinbjarnarson (f. 03.03.1915, d. 29.12.1989) og Ólöf Helgadóttir (f. 30.01.1918, d. 12.09.2010) keyptu Lyngbrekku 1984. Þau  komu frá Austvaðsholti í Landsveit þar sem þau höfðu búið í 18 ár.  Eftir að Benedikt lést flutti Ólöf aftur í Austvaðsholt.1989 keyptu Jakob Narfi Hjaltason (f. 02.02.1960), frá Laugargerði og Alice Petersen (f. 14.02.1968) Lyngbrekku og hafa búið þar síðan.

Jakob og Alice með börnum sínum , f.v. Kasper Örn, Arndís Anna, Sara Margrét og Hjalti Pétur.
(mynd af Fb)

Lyngbrekka er lögbýli og átti land fyrir vestan Slakka, en  við það að Slakka var breytt í þjónustubýli fékk hann þetta land en í staðinn fékk Lyngbrekka hluta af því landi sem tilheyrði Beðasléttu.

Jakob og Alice eignuðust 4 börn, en þau eru: Arndís Anna (f. 19.05.1992), Hjalti Pétur (f. 29.11.1994), Kasper Örn (f. 07.07.1998) og Sara Margrét (f. 04.04.2000).

 

Land: 1216 fm
Íbúðarhús 1979: 198 fm

Uppfært 11/2018