Hagsmunafélag Laugaráss - stjórnir og nefndir.

Það er svo með félög sem spretta fram í þeim tilgangi að stuðla að framförum og gæta hagsmuna einhvers hóps, að þau starfa af krafti meðan frumkvöðlanna nýtur við og meðan erindið sem lagt var af stað með, er enn fyrir hendi. Síðn veltur á því hvernig tekst til við að draga fram nýtt fólk til að halda merkinu á lofti, eftir að eldhugarnir sem stóðu að félaginu til að byrja með, draga sig í hlé.
Vissulega er það einnig til í dæminu, að sú staða verði uppi, að félagið eigi ekki lengur erindi; hafi náð öllum þeim markmiðum sem það var stofnað til að ná.

Hvernig sem þetta var með Hagsmunafélag Laugaráss, þá lognaðist það einhvernveginn útaf um miðjan tíunda áratug tuttugustu aldar.

Erindi þess í samfélaginu í Laugarási var enn fyrir hendi, en sennilegast telur sá sem þetta ritar, að neistinn hafi smám saman horfið með því fólki sem kom félaginu á koppinn, dró sig í hlé.


Hér er listi yfir fólkið sem sinnti ýmsum störfum fyrir hagsmunafélagið að svo miklu leyti sem skráðar heimildir liggja fyrir.

Stjórnarfólk:

Stjórnarfólk í Hagsmunafélagi Laugaráss frá 1974-1995

Formenn stjórnar:

Þessir gegndu formennsku í Hagsmunafélagi Laugaráss frá stofnun til 1995. Rétt er að geta þess, að þar sem fundagerðarbók þar sem skrá hefði átt aðalfundi 1986 og 1987 hefur ekki fundist.

Listi yfir fólk sem sat í nefndum á vegum Hagsmunafélags Laugaráss.

1981
Umsjón með leikvelli: Elsa Marísdóttir og Sigurbjörg Jóhannesdóttir

 Biskupstungnahreppur tekur við hitaveitunni

1982
Umsjón með leikvelli: Guðrún Ólafsdóttir og Kristín Sigurðardóttir.

1983
Leikvallarnefnd: Guðrún Ólafsdóttir, Kristín Sigurðardóttir og Ásta Skúladóttir.
Girðingar, viðhald og ruslahreinsun: Helgi Guðmundsson, Magnús Skúlason og Gunnar Einarsson.
Skógræktarstjóri: Gunnar Tómasson.

1984
Leikvallarnefnd: Renata Vilhjálmsdóttir, Jóna Jónsdóttir og Svandís Óskarsdóttir.
Girðingaviðhald og ruslahreinsun: Jens P Jóhannsson, Guðbjörn Þrastarson og Jakob Narfi Hjaltason.

1985
Leikvallarnefnd: Dröfn Þorvaldsdóttir, Sigurlaug Sigurmundsdóttir og Loftur Ingólfsson.
Girðinganefnd: Jakob Narfi Hjaltason, Guðbjörn Þrastarson og Jens P Jóhannsson.
Skógræktarstjóri: Gunnar Tómasson

1988
Skógræktarstjóri: Gunnar Tómasson

1989
Leikvallarnefnd: Sólveigarstaðir og Traðir.
Skógræktarstjóri: Ingólfur Guðnason

1990
Girðinganefnd: Eiríkur Georgsson, Magnús Skúlason og Guðbjörn Þrastarson.
Leikvallarnefnd: Sólveigarstaðir og Traðir.
Skógræktarstjóri: Ingólfur Guðnason

1991
Leikvallarnefnd: Gunnlaugur og Renata auk Launréttar 3.
Skógræktarstjóri: Ingólfur Guðnason

 1992
Skógræktarstjóri: Ingólfur Guðnason.

Uppfært 06/2020