ENGI 1985

Sigrún og Ingólfur með börnum sínum, f.v. Svanhvít, Reynir og María Sól (Mynd frá Engi)

Sigrún Elva Reynisdóttir (f. 21.01.1961) og Ingólfur Guðnason (f. 12.08.1956) bjuggu á Lindarbrekku frá maí 1985 – maí 1988, meðan þau voru að byggja upp á Engi. Þau höfðu fengið land þar sem Höfðavegur og Ferjuvegur mætast.
Vestan við það land fékk Snorri Björn Arnarson (f. 17.05.1957) land, sem ekkert varð meira gert með og það land fengu eigendur Engis síðar.

Ingólfur og Sigrún fluttu í íbúð sem var sambyggð gróðurhúsinu sem þau byggðu, en þar er einnig pökkunaraðstaða. Þar bjuggu þau þar til þau fluttu í nýtt hús sitt árið 2012.  

Peter og Bethan með dætrum sínum Agnesi og Þóru. (mynd frá Engi)

Engi seldu Sigrún og Ingólfur í ágúst 2017 og fluttu í Hveragerði.

Börn Ingólfs og Sigrúnar eru: Svanhvít Lilja (f. 09.01.1983) býr í Reykjavík, Reynir Arnar (f. 02.03.1986) býr á Selfossi og María Sól (f. 26.08.1991) býr í Reykjavík.

Nýir eigendur Engis eru Peter Cole (f. 20.01.1966) og Bethan Cole (f. 06.04.1974), en þau eru frá Bretlandi og eiga tvíburana Agnesi Emmeline og Þóru Boadicea (f. 09.03.2015).

Land: um 5,5 ha
Íbúðarhús 2011: 199 fm
Gróðurhús um 2000 fm

Uppfært 11/2018