BREKKUGERÐI /Austurbyggð 26 1983

Gunnlaugur og Renata (mynd frá Renötu)

Gunnlaugur Skúlason (f.10.06.1933, d. 19.11.2017), frá Bræðratungu og Renata Vilhjálmsdóttir, fædd Pandrick, (f.13.08.1939)  í Þýskalandi) byggðu þetta hús, en þau höfðu áður búið í Launrétt 1 frá 1964, en þá tók Gunnlaugur við embætti héraðsdýralæknis. Renata stundaði lengstum kennslu við grunnskólann í Reykholti, en hefur einnig starfað við leiðsögn erlendra ferðamanna.

Eftir að þau fluttu var Gunnlaugur áfram með stofu í kjallaranum í Launrétt, en flutti hana síðan í Brekkugerði.

Hjónin eignuðust 5 börn, sem heita: Barbara (28.09.1961) býr í Þýskalandi, Helga (f. 24.09.1963) býr í Garðabæ, Elín (22.04.1965) býr á Selfossi, Skúli Tómas (28.08.1968) býr í Garðabæ og Hákon Páll (f. 10.05.1972) og býr í Þrándarholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Gunnlaugur lét af störfum haustið 2011 og 2015 fluttu hjónin á Selfoss.

Það voru þau Haraldur Arnar Haraldsson (f. 26.06.1960) og Steinunn Hrafnsdóttir (f. 06.01.1964) sem keyptu Brekkugerði og breyttu því í gistihús, Guesthouse Brekkugerði.

Land: 1000m²
Íbúðarhús 1988: 370m²

 Uppfært 06/2019