Myndefni sem tengist sláturhúsinu

Myndskeið frá haustinu 1988

Helgi Haraldsson gekk um sláturhúsið og myndaði starfsemina þetta síðasta haust sem slátrað var í Laugarási.

Klippingu annaðist Brynjar Steinn Pálsson í september 2018

Myndskeið frá 2016 og 2017

Magnús Skúlason flaug drónanum sínum yfir sláturhúsið í apríl 2016 og síðan aftur í mars 2017.

Sláturhúsið á samkvæmt fréttum að verða jafnað við jörðu fljótlega. (ég veit ekki hvot það er óhætt að trúa því) En til öryggis þá er gott að eiga af því sæmilegar myndir. Auk þess að hafa verið notað til að slátra sauðfé þá hefur ýmislegt farið fram þarna.

Fór loksins af stað með drónann sem hefur ekki verið hreyfður síðan einhvertíman síðsumars í fyrra. Að vísu er myndefnið ekkert sérstakt. Vildi bara skoða framkvæmdirnar við sláturhúsið. Þar er að minnsta kosti búið að rífa töluvert og svo er verið að grafa holu.

Myndir
úr fórum Halldórs Þórðarsonar á Litla Fljóti

Jón K. B. Sigfússon flutti myndirnar á stafrænt form og merkti að hluta.

uppf. 07.2019