Rauði Krossinn

Á næstsíðasta degi ársins

Á næstsíðasta degi ársins

Í dag opna ég á nýjan þátt á þessum vef og það er sannaralega tilefni til, en ég fjölyrði ekki um það.

Þessi þáttur hefur reynst heldur fjölbreyttari en ég átti von á þegar ég hélt af stað og mér segir svo hugur um, að enn eigi eftir að bætast við efni, bæði frásagnir og myndir.

Hér er um að ræða sögu barnaheimilisins sem Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands rak hér í Laugarási, Krossinn, í um tvo áratugi. Þetta var stórt barnaheimili, rúmaði 120 börn í einu og var starfrækt frá um það bil miðjum júní til síðari hluta ágúst ár hvert. Þetta þýðir að um eða yfir 3000 börn á aldrinum 3-8 ára áttu hér viðdvöl, í allt að átta vikur. Á síðari hluta starfstímans var dvalartíminn reyndar styttur hjá mörgum, en það þýddi að á hverju sumri voru mögulega um 180 börn í Krossinum einhvern tíma.